Á elliheimilinu
Tvö tinandi gamalmenni á tíræðisaldri sitja í sófa og vistmaður eitt er að tala í símann.
Vistmaður 1: Já, vinur minn, auðvitað. Þetta er alveg óþolandi. Auðvitað væni minn, auðvitað geri ég það. (leggur á)
Vistmaður 2: Hver var þetta?
Vistmaður 1: Sonur minn. Hann var að lenda í leiðindum.
Vistmaður 2: Nú hvernig þá?
Vistmaður 1: Einhver 62 stelpa var að ergja hann.
Vistmaður 2: 62 ára! Það er nú engin smástelpa. Hvað er sonur þinn gamall?
Vistmaður 1: Kornungur, 73.
Vistmaður 2: Jájá. Og var hann að hringja í pabba gamla til að fá andlegan stuðning. Það er nú sætt af honum.
Vistmaður 1 heldur argur: Andlegan stuðning! Hvað, heldurðu að ég sé eitthvert aflóga gamalmenni sem geti ekki gert gagn. Ég ætla auðvitað að ganga í málið.
Vistmaður 2: Hva, en drengurinn er nú orðinn harðfullorðinn. Hann hlýtur nú að geta leyst úr sínum málum sjálfur og á ekki að láta aldurhniginn og veikan föður sinn vinna fyrir sig skítverkin.
Vistmaður 1: Aldurhniginn og veikur! Ég er sko enn þá karl í krapinu skaltu vita!
Vistmaður2: Og hvað heldurðu að þessi 62 ára segi þegar þú hringir í hana og ert að skipta þér af hlutum sem þér koma í rauninni ekkert við?
Vistmaður 1: Ég ætla ekkert að hringja í hana.
Vistmaður 2: Nú, jæja...
Vistmaður 1: Ég ætla auðvitað að hringja í mömmu hennar.