sunnudagur, mars 28, 2004

Á elliheimilinu

Tvö tinandi gamalmenni á tíræðisaldri sitja í sófa og vistmaður eitt er að tala í símann.

Vistmaður 1: Já, vinur minn, auðvitað. Þetta er alveg óþolandi. Auðvitað væni minn, auðvitað geri ég það. (leggur á)
Vistmaður 2: Hver var þetta?
Vistmaður 1: Sonur minn. Hann var að lenda í leiðindum.
Vistmaður 2: Nú hvernig þá?
Vistmaður 1: Einhver 62 stelpa var að ergja hann.
Vistmaður 2: 62 ára! Það er nú engin smástelpa. Hvað er sonur þinn gamall?
Vistmaður 1: Kornungur, 73.
Vistmaður 2: Jájá. Og var hann að hringja í pabba gamla til að fá andlegan stuðning. Það er nú sætt af honum.
Vistmaður 1 heldur argur: Andlegan stuðning! Hvað, heldurðu að ég sé eitthvert aflóga gamalmenni sem geti ekki gert gagn. Ég ætla auðvitað að ganga í málið.
Vistmaður 2: Hva, en drengurinn er nú orðinn harðfullorðinn. Hann hlýtur nú að geta leyst úr sínum málum sjálfur og á ekki að láta aldurhniginn og veikan föður sinn vinna fyrir sig skítverkin.
Vistmaður 1: Aldurhniginn og veikur! Ég er sko enn þá karl í krapinu skaltu vita!
Vistmaður2: Og hvað heldurðu að þessi 62 ára segi þegar þú hringir í hana og ert að skipta þér af hlutum sem þér koma í rauninni ekkert við?
Vistmaður 1: Ég ætla ekkert að hringja í hana.
Vistmaður 2: Nú, jæja...
Vistmaður 1: Ég ætla auðvitað að hringja í mömmu hennar.

laugardagur, mars 20, 2004

Á lögreglustöðinni

Maður kemur askvaðandi inn á lögreglustöðina æstur og óðamála með reiðiherping í andlitinu sem hrukkar það allt inn að nefi.

Maður: Herra löggimann. Ég vil leggja fram kæru.
Lögreglan: Já. Gegn hverjum og út af hverju?
Maður: Gegn einhverri manneskju úti í bæ sem ég held að ég viti hver er en get ekki sannað. Alla vega ekki á löglegan hátt. En ég veit að þessari manneskju er ekki vel við mig af því að ég er búinn að haga mér eins og algjör kúkaskítur undanfarið.
Löggan: Aha. Og hvað heldurðu að þessi manneskja hafi gert?
Maður: Hún heldur úti vefsíðu undir dulnefni og var með ónafngreind meiðyrði um mig og ónafngreindar hótanir í minn garð.
Löggan. Jájá. Hvernig þá?
Maðurinn: Hún sagði að sumt fólk væri heimskt og svo sagði hún að það ætti að losa heiminn við heimskt fólk.
Löggan: Hmmm... Hvernig getur þetta verið meiðyrði og hótanir í þinn garð?
Maðurinn mjög hneykslaður: Nú! Ég er heimskur! Svo þú sérð það alveg að hún er að tala um mig! Þetta liggur alveg beint við!
Löggan: Hva, það er nú til fullt af heimsku fólki og ekki víst að það sé verið endilega að tala um þig.
Maðurinn: Dirfistu að draga það í efa að ég sé heimskur?!?
Löggan hvumsa: Ha, neinei en það er nú ekki eins og þú sért nafngreindur...
Maðurinn (mjög, mjög æstur): Já en lýsingin passar alveg fullkomlega við mig!!! Og ég er búinn að segja öllum ættingjum, vinum og kunningjum frá þessu og nú eru allir ættingjar, vinir og kunningjar búnir að lesa það á opinberum vettvangi að ég sé heimskur. Heimsóknir á síðuna hafa rokið upp eftir að ég auglýsti hana út um allt!!! Það vita allir að það er verið að tala um mig!!! Og svo er hún að hóta því að drepa mig!!!
Löggan: Ja, mig grunar nú að þetta eigi að vera grín...
Maðurinn frussandi: GRÍN!!!
Löggan: ...og þar fyrir utan þá er þetta undir dulnefni svo þú getur alls ekki verið viss um að þetta sé sú manneskja sem þú heldur.
Maðurinn (með kjánalegt glott): Jú, ég get víst verið viss um það.
Löggan: Nú, hvernig þá?
Mð°urinn: Náinn ættingi minn vinnur hjá netþjónustufyrirtæki og hefur aðgang að alls konar græjum og trúnaðarupplýsingum. Hann misnotaði aðstöðu sína gróflega.
Löggan (hallar sér fram og brosir vinalega): Elsku vinur, það er alveg rétt að þú ert mjög heimskur. Og veistu, núna fyrst var alvöru glæpur að koma upp á yfirborðið.

föstudagur, mars 19, 2004

Oh, what a beautiful mornin',
Oh, what a beautiful day.
I got a beautiful feelin'
Ev'rything's goin' my way.

Það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa ,,löggildingu" á síðunni sinni. En það get ég. Are we going to have fun now or are we going to have FUN!!!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Alltaf gaman að fá svona fréttir. MUHHAAAHAAAAAAA.......