þriðjudagur, apríl 20, 2004

Nonono, það eru greinilega ekki allir jafnhamingjusamir í Paradís.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Já, það er hægt að ljúga um hitt og þetta þegar það er bara orð gegn orði. Gallinn við að ljúga að opinberum yfirvöldum um opinber gögn er að það er hægur vandi að ganga úr skugga um sannleiksgildi yfirlýsinganna. Busted! Liar, liar, pants on fire!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Mikið ofsalega hlýtur það að vera gott að bera enga ábyrgð á eigin hegðun, gjörðum og lífi. Að geta flotið í gegnum lífið í fullvissu þess að maður sé saklaust fórnarlamb allra aðstæðna. Í fullvissu þess annað fólk beri fulla ábyrgð á öllu sem fyrir mann kemur, á því hvernig maður bregst við, hvernig maður hagar sér og hvernig manni líður. Að maður sé strengjabrúða sem vont fólk heldur um taumana á. Að það sé alltaf allt öllum öðrum að kenna og maður sjálfur sé bara lítið saklaust fórnarlamb. Og þó. Það getur ekki verið gott. Það hlýtur að vera mjög sorgleg tilvera. Og það er aumkvunarvert að fullorðið fólk skuli velja að lifa lífi sínu á þennan hátt.

föstudagur, apríl 02, 2004

Þegar maður fær heimsókn á þessa síðu og samanburðarsíðuna frá sama aðila þá liggur ljóst fyrir að einhver er að "treisa" tölvuna mína. Það vill svo skemmtilega til að það er alveg kolólöglegt. Ég ætlaði nú ekki að kæra vegna ákveðinna aðstæðna og einstaklinga en nú er ég mjög alvarlega að íhuga að leggja fram kæru. Kiss your job and a lot of your money good-bye.