Hjá lögmanninum.
Maður: Já, góðan daginn. Ég vil fara í einkamál.
Lögmaður: Ekkert mál. Á meðan þú borgar mér þá skal ég kæra allt og alla fyrir þig. Hvern viltu kæra?
Maður: Fyrrverandi ástkonu mína fyrir ofsóknir.
Lögmaður: Já, hvernig ofsækir hún þig?
Maður: Hún er alltaf að senda mér SMS og tölvupóst þótt við séum löngu hætt saman.
Lögmaður: Hringir hún ekki í þig?
Maður: Nei, hún hefur sko hvorki haft heimasímann né GSM númerið mitt núna í alla vega 2 ár. Ef ekki 3.
Lögmaður: Það hefur þá aðallega verið tölvupóstur? Er hún hún ósátt við að sambandinu sé lokið?
Maður: Heldur betur! Hún sér svo eftir mér að hún veit ekki hvernig hún á að vera.
Lögmaður: Já, ertu með útskriftir af þessu?
Maður ( dregur upp mjög þykkan blaðabunka): Það held ég nú.
Lögmaður (skoðar gögnin): Hmm, bíddu, þetta snertir allt eitthvað barn? Eigið þið barn saman?
Maður: Nú já, hún vildi það endilega. En það er bara þetta nýjasta. Sjáðu allt hitt.
Lögmaður: Þetta ,,nýjasta" er 7-8 mánaða gamalt og snertir allt barnið. Ég skil ekki alveg hvernig þetta geta verið ofsóknir?
Maður (farið að hitna í hamsi): Nú, hún er alltaf að beita barninu fyrir sig til að geta komist að mér! Alltaf að heimta einhver ,,sanngjörn" meðlög og að ég umgangist barnið og svoleiðis rugl! Þetta er náttúrulega allt gert bara til þess að komast að mér!
Lögmaður: Ja, þér ber nú bæði að borga með barninu og svo hafa börn umgengnisrétt við feður sína.
Maður (orðinn rjóður í kinnum): Nú, barnið getur haft samband við mig hvenær sem er ef það vill tala við mig!
Lögmaður: Þannig að barnið getur komið í heimsókn þegar það vill?
Ma?ur: Nei, nýja kærastan mín þolir það ekki.
Lögmaður: Það getur þá hringt í þig hvenær sem er?
Maður: Nei.
Lögmaður: Barnið hefur þá hvorki heimasímann né GSM símann heldur? Hvernig getur barnið þá nákvæmlega haft samband við þig?
Maður: Það getur hringt í mig í vinnuna á vinnutíma! En hvað eiga þessar spurningar að þýða? Málið snýst ekkert um þetta. Það snýst um það að þessi fyrrverandi kerling er að ofsækja mig!
Lögmaður:Já, en eins og ég sagði áðan þá eru nýjustu gögnin 7-8 mánaða gömul.
Maður ( farinn að verða verulega æstur): Það er ekki bara hún! Hún fékk frænda sinn í lið með sér til að ofsækja mig! Hann var með svívirðilegar aðdróttanir í minn garð á vefsíðu!
Lögmaður: Núnú, hefur haft samband við lögregluna út af því?
Maður. Já. En þeir vísuðu málinu frá.
Lögmaður: Nú, þá hefur þetta nú ekki þótt merkilegt.
Ma?ur: Nei! Þeim þótti það sko ekki merkilegt að það væri verið að hóta mér á netinu! Og þeim þótti það sko ekki merkilegt að það væri farið með svívirðilegar aðdróttanir í minn garð á netinu! Nei, það þótti ekki merkilegt! En þeim þótti það nógu merkilegt þegar hún hringdi í þá á sínum tíma af því að við vorum 3 karlmenn og ógnuðum henni, annarri konu og tveimur börnum. ég laug því reyndar að lþáverandi lögfræðingi mínum að það hefði verið ég sem hringdi á lögregluna en þessi helvítis opinberu gögn eyðileggja alltaf allt. Dagbók lögreglunnar sýndi auðvitað annað.
Lögmaður: Hmmm, já, þú vílar það sem sagt ekkert fyrir þér að ljúga. Var þessi frændi að skrifa mikið um þig á netið?
Maður (sigri hrósandi): Ég var reyndar búinn að liggja á síðunni í heilt ár, nokkrum sinnum á dag án þess að hann skrifaði neitt um mig. En svo tókst mér að ögra svo rosalega og ganga fram af honum að ég fékk hann loksins til að skrifa. Og ég er sko með það allt saman útprentað hér! (Dregur upp eitt A4 blað)
Lögmaður: Hmm, já, ef við myndum halda okkur við núverandi kærumál. Þú segir að konan geti ekki sleppt af þér hendinni. Ég sé ekki alveg að samskipti vegna barnsins ykkar styðji þá fullyrðingu?
Maður (flettir blöðum): Ég er hér með útprentun þar sem það sést alveg klárlega að hún hefur enn tilfinningar til mín.
Lögmaður: A-ha, nú höfum við eitthvað í höndunum... Bíddu, þetta er 4 ára gamalt?
Maður: Og hvað með það? Það sannar að hún er ekki í lagi.
Lögmaður: Hvenær slituð þið samvistum?
Maður: Fyrir 4 árum.
Lögmaður: Þannig að þetta er frá þeim tíma? Þegar miklar tilfinningar eru í gangi og mikið umrót í lífi ykkar beggja?
Maður: Það sýnir að hún vildi ekki að ég færi. (glottir) Enda nýtti ég mér það og svaf hjá henni í nokkra mánuði eftir samvistarslitin.
Lögmaður (hálfgapandi): Þannig að þessi skilaboð gengu á milli á meðan samvistarslitin voru að gerast og þið áttuð enn í kynferðissambandi?
Maður: Já.
Lögmaður: Og þú ert búinn að geyma SMS og tölvupóst í 4 ár og heldur því samt fram að það sé hún sem sé með þráhyggjuna? Af því að hún er að fara fram á að þú sinnir lagalegum skyldum þínum?
Maður (orðinn æstur): Það er ekki það sem er í gangi! Hún getur bara ekki sleppt af mér hendinni! Hún getur ekki sætt sig við að ég sé kominn með nýja kærustu og vilji hana ekki lengur!
Lögmaður: Og svo liggurðu á einhverri vefsíðu oft á dag í heilt ár af því að þú veist að henni er haldið úti af fólki sem tengist henni og samt upp á stendurðu það að það sé hún sem sé með þráhyggjuna?
Maður: JÁ!!!
Lögmaður (brosir sínu breiðasta og hugsar um nýja húsið, bílinn og sólarlandsferðina sem þessi maður á eftir að borga fyrir hann úr eigin vasa vegna endalausra kærumála sinna): Vertu innilega velkominn nýi skjólstæðingur.