laugardagur, júlí 09, 2005

þriðjudagur, júlí 05, 2005

VIII. kafli. Umgengnisréttur o.fl.
46. gr. Umgengnisréttur.
Barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Við skilnað eða slit á sambúð hvílir sú skylda á báðum foreldrum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur.
Foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni og samneyti við barn sitt. Skal það foreldri greiða kostnað vegna umgengninnar nema annað sé ákveðið með samningi, sbr. 3. mgr., eða úrskurði, sbr. 1. mgr. 47. gr.
....